Hvernig stofna ég fyrirtæki?

Stofnun Fyrirtækja

Fyrsta skrefið er að athuga hvort nafnið sem að þú hefur í huga fyrir félagið sé laust. Hægt er að athuga það inni á heimasíðu Ríkisskattstjóra, ef engar niðurstöður koma upp þegar nafnið er slegið inn í leitargluggann þá er nafnið laust.

Hvaða upplýsingar þurfum við að hafa til taks til að stofna félag?

    • Nafn Félagsins
    • Lögheimili Félagsins
    • Póstnúmer
    • Staður
    • Starfsemi Félagsins
    • Stofnendur & Hlutdeild
      • Nafn, kennitala og lögheimili hvers stofnenda
    • Stjórnarformaður Félagsins
      • Nafn,  kennitala, netfang og símanúmer stjórnarformans
    • Meðstjórnandi
      • Nafn,  kennitala, netfang og símanúmer meðstjórnenda
    • Varamaður í Stjórn
      • Nafn, kennitala, netfang og símanúmer varamanna
    • Prókúruhafi
      • Nafn,  kennitala, netfang og símanúmer allra prókúrfuhafa
      •  
Ef þú vilt losna við umstangið sem felst í því að stofna félag fylltu þá út umsóknina hér til hliðar eða hafðu samband við okkur í gegnum hnappinn hér að neðan og við græjum þetta fyrir þig.
 
Eftir að þú hefur samband eða sendir okkur útfyllta formið hér til hliðar þá munum við hafa samband við þig varðandi stofnunina á félaginu.
 
Því næst þurfa allir sem eiga hlut í félaginu að undirrita stofngögn félagsins með rafrænum skilríkjum og þá hefst vinnsluferlið hjá Ríkisskattstjóra.
 
Ferlið tekur 3-10 virka daga, ekki hika við að hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna um stofnun fyrirtækisins.

Blueprint Finance ehf.

Kt. 700124-0530

Opnunartími er virka daga 8-16

Skrifstofa@blueprintfinance.is