Fyrirframgreitt kreditkort

Hvernig virkar fyrirframgreitt kreditkort?

Fyrirframgreitt kreditkort krefst þess að lagt sé inn á það áður en það er notað  til að versla eða taka út reiðufé, líkt. Þú getur fylgst með útgjöldum og kortastöðu í gegnum vefsíðu eða app frá viðskiptabankanum þínum. Notkunin dregst beint frá  upphæðinni sem þú lagðir inn á kortið, sem þýðir að þú getur ekki eytt meira en því sem er inni á kortinu. Þegar upphæðin á kortinu er að klárast, er hægt að leggja meira inn á kortið og halda áfram notkun. Þetta gerir fyrirframgreidd kreditkort að góðu tóli til að halda utan um fjármál og stjórna útgjöldum.

Kostir fyrirframgreiddra kreditkorta

Fyrirframgreidd kreditkort hjálpa til við að koma í veg fyrir ofneyslu og skuldsetningu, þar sem þú getur ekki eytt meira en fyrirfram ákveðinni upphæð. Þau bjóða upp á auðvelt og þægilegt aðgengi að greiðslum án þess að vera tengd við bankareikning, sem gerir þau aðgengileg fyrir breiðan hóp notenda. Þessi kort eru einnig öruggari valkostur fyrir netverslun og ferðalög, þar sem þau takmarka áhættuna við fjárhagslegt tjón vegna svika eða stuldar. Með möguleikanum á að leggja inn á kortið gefa þau notendum sveigjanleika til að stjórna fjármálum sínum betur. Einnig geta fyrirframgreidd kreditkort verið frábært kennslutól fyrir unglinga og ungt fólk til að læra um fjármálalæsi og útgjaldastjórnun á ábyrgan hátt.

Gallar fyrirframgreiddra kreditkorta

Fyrirframgreidd kreditkort bjóða ekki upp á sömu vernd eða bónuskerfi sem fylgja hefðbundnum kreditkortum, eins og tryggingar eða endurgreiðslur. Þú þarft að vera vakandi fyrir því að leggja inn á kortið reglulega til að það sé ekki peningur inn á kortinu þegar þú þarft að nota það. Þar sem kortin eru ekki tengd við bankareikning og hafa ekki heimild, þá hjálpa þau ekki við að byggja upp eða bæta lánshæfismat þitt. 

Hvernig kort hentar fyrir þig?

Mikilvægt er að taka upplýsta ákvörðun við val á korti, þú þarft að velja kort sem hentar þínum neysluvenjum. Kynntu þér nánar hvaða kort eru í boði með því að smella á linkana hér að neðan: